top of page

Gögn­in sýna heft­an vöxt á Íslandi

  • PharmaSýn
  • Mar 26, 2020
  • 2 min read

Meðalaukn­ing smita á Íslandi er með því lægsta sem ger­ist í Evr­ópu og eru Íslend­ing­ar að standa sig mjög vel í bar­átt­unni gegn kór­ónu­veirunni. Aðgerðirn­ar sem hef­ur verið gripið til eru að skila ár­angri. Þær sýna heft­an vöxt, ekki veld­is­vöxt. Þetta sagði Thor Asp­er­lund, pró­fess­or í líf­töl­fræði við Há­skóla Íslands, er hann kynnti nýtt reiknilík­an vegna veirunn­ar á blaðamanna­fundi.  


ree

Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar eru að standa sig best allra í að mæla kór­ónu­veiruna hjá fólki. „Það er al­gjör gæfa að þessi stefna hafi verið tek­in hérna,“ sagði hann og nefndi mik­il­vægi sam­starfs­ins við Íslenska erfðagrein­ingu varðandi skiman­ir.

Hann sagði mik­inn áhuga á reiknilíkön­um Há­skóla Íslands á meðal stærðfræðinga og að marg­ir rýni í þau. Vitnaði hann í grein frá Pawel Bartoszek borg­ar­full­trúa um að ekk­ert Evr­ópu­land hafi tafið far­ald­ur­inn bet­ur en Ísland.


Reiknilíkanið nauðsyn­leg aðferð 

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­lækn­ir sagði heil­brigðis­yf­ir­völd hafa all­ar for­send­ur til að halda sig við sömu áhersl­ur og sömu aðgerðir og hef­ur verið beitt hingað til. „Ég vil hvetja alla til að halda áfram þessu góða starfi úti í sam­fé­lag­inu,“ sagði hann og hvatti fólk til að gæta vel að hrein­læti, fjar­lægðarmörk­um og sam­göngu­tak­mörk­un­um.

Þórólf­ur sagði reiknilíkanið nauðsyn­legt og í raun og veru viður­kennda aðferð í smit­sjúk­dóma­fræðum til að meta far­aldra. „Það er mjög mik­il­vægt fyr­ir heil­brigðis­yf­ir­völd að styðjast við slíkt lík­an. Það er í raun eina raun­veru­lega tækið sem við höf­um til að meta þró­un­ina á vís­inda­leg­an hátt og losna við hug­lægt og til­finn­inga­legt mat á því sem er að ger­ast.“

Hann tók fram að þetta væri stærðfræðilík­an en ekki raun­veru­leik­ann og best sé að skoða niður­stöður þess með gagn­rýn­um huga. Hann þakkaði einnig Thor og fé­lög­um hans fyr­ir reiknilíkanið og bætti við: „Þetta mun taka sinn tíma, þetta mun vera ákveðið álag,“ sagði hann um bar­átt­una við út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar en ít­rekaði að við mun­um kom­ast í gegn­um vand­ann.


Tekið af mbl.is 26.mars 2020

 
 
 

Recent Posts

See All
Nýtt Alzheimerslyf í pípunum!

Dr. Jón Snædal öldrunarlæknir 11/08/2020 Fréttir í dag herma að búið sé óska skráningar á nýju Alzheimer lyfi hjá FDA (Food and Drug...

 
 
 

Comments


181009+PharmaSýn+merki+CMYK-prent+(2)-0
Skráðu þig á póstlistann okkar

Takk fyrir að skrá þig!

© 2020 PharmaSýn

bottom of page