top of page

PharmaSýn býður upp á lyfjafræðilega umsjá og lyfjaráðgjöf fyrir læknastöðvar, hjúkrunarheimili, heilsugæslustöðvar og einstaklinga.

PharmaSýn býður upp á sérsniðna þjónustu að þörfum hvers og eins allt frá pöntun lyfja og umsýslu þeirra til utanumhalds utan um undanþágu- og eftirritunarskyld lyf en einnig innleiðingu á gæðahandbókum og fræðslu til starfsfólks.

PharmaSýn mun bjóða upp sérsniðin námskeið/fræðslu fyrir hin ýmsu samtök sjúklinga, fagfólk í heilbrigðisgeiranum og fyrirtæki sem vilja bjóða upp á lyfjaráðgjöf eða fræðslu fyrir starfsfólk sitt. PharmaSýn stefnir að því að vera í fararbroddi sem ráðgjafafyrirtæki í lyfjatengdum málum á Íslandi.

PharmaSýn vill:

  • Stuðla að aukinni samvinnu lækna og lyfjafræðinga. 

  • Bjóða heilbrigðisstarfsfólki upp á aukna þekkingu á lyfjum með ráðgjöf og fræðslu.

  • Fræða sjúklinga um lyf og auka þannig ábyrgð þeirra á eigin heilsu.

  • Fækka innlögnum á spítala vegna rangrar lyfjagjafar, milliverkana og eða aukaverkana lyfja.

Stofnandi og stjórnandi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bryndís Þóra Bjarman

M.Sc. Pharm. | Eigandi

Bryndís hefur yfir tuttugu ára starfsreynslu sem framhaldsskólakennari við Fjölbrautaskólann í Ármúla, bæði sem deildarstjóri í efnafræði og kennslustjóri á lyfjatæknabraut. Auk þess starfaði hún sem kennslustjóri í lyfjafræði við HÍ í eitt ár.

Bryndís hefur einnig sinnt mörgum öðrum verkefnum samhliða kennslunni, svo sem námskeiðshaldi, apóteksvinnu og lyfjapöntunum fyrir læknastofur.

mynd BÞÞ.jpg
181009+PharmaSýn+merki+CMYK-prent+(2)-0
Skráðu þig á póstlistann okkar

Takk fyrir að skrá þig!

© 2020 PharmaSýn

bottom of page