top of page

Rafrænir fylgiseðlar - er það framtíðin?

  • Writer: PharmaSýn
    PharmaSýn
  • Oct 18, 2019
  • 3 min read

Inn­leiðing ra­f­rænna fylgiseðla með lyfj­um myndi stór­breyta fram­boði lyfja á Íslandi. Markaðssvæðið á Íslandi myndi stækka til muna með inn­leiðingu ra­f­rænna lyf­seðla auk þess sem ís­lensk­ur lyfja­markaður yrði tölu­vert meira spenn­andi fyr­ir er­lend lyfja­fyr­ir­tæki. Þetta seg­ir Sig­ur­björg S. Guðmunds­dótt­ir lyfja­fræðing­ur.


Und­ir for­ystu Íslands náðist samstaða meðal Norður­landaþjóðanna um að fara þess á leit við Evr­ópu­sam­bandið að regl­ur verði end­ur­skoðaðar þannig að aðild­ar­ríkj­um verði heim­ilt að nota ra­f­ræna fylgiseðla með lyfj­um í stað prentaðra eins og nú er kraf­ist. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra sendi í sum­ar er­indi þess efn­is til fram­kvæmd­ar­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins fyr­ir hönd allra heil­brigðisráðherra Norður­land­anna. 


Ísland aft­ar­lega á for­gangslista er­lendra lyfja­fyr­ir­tækja 

Sig­ur­björg hélt er­indi á blaðamanna­fundi heil­brigðisráðuneyt­is­ins um ra­f­ræna fylgiseðla í morg­un. 


Sig­ur­björg seg­ir kost­ina við ra­f­ræna fylgiseðla vera fjöl­marga og veiga­mikla. 

„Ég hef verið að vinna hjá lyfja­fyr­ir­tækj­um er­lend­is, bæði í Svíþjóð og Englandi og hef gert það núna í sjö ár. Þá sé ég svart á hvítu hvað Ísland er lít­ill markaður og að við séum aft­ast í for­gangi hjá lyfja­fyr­ir­tækj­um. Á sama tíma er mik­ill lyfja­skort­ur á Íslandi,“ seg­ir Sig­ur­björg í sam­tali við mbl.is. 

„Með hverj­um lyfjapakka sem er seld­ur þarf að vera fylgiseðill á ís­lensku. Ef að þetta er ekki til staðar er ekki hægt að selja lyf­in. Lyfja­fyr­ir­tæki hafa ekki mik­inn áhuga á að selja 3.000 pakka til Íslands þegar það er svona mikið umstang í kring­um það með fylgiseðla. Ef við vær­um með ra­f­ræna fylgiseðla gæti markaður­inn verið miklu stærri. Þá vær­um við ekki leng­ur bund­in við eitt markaðssvæði. Þetta myndi hafa gríðarlega mikla þýðingu fyr­ir lyfja­skort á Íslandi,“ seg­ir Sig­ur­björg. 


Myndi auka öryggi sjúklinga

Sig­ur­björg seg­ir nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag ekki vera nægi­lega hag­nýtt fyr­ir ís­lensk­an lyfja­markað. 


„Norður­lönd­in eru með sam­ráð svo að á fylgiseðlum eru upp­lýs­ing­ar á fleiri tungu­mál­um. Þetta er mjög fal­leg hug­mynd til að stækka markaðssvæðið en það geng­ur ekki al­veg eins og það á að ganga því að all­ar nauðsyn­leg­ar upp­lýs­ing­ar á mörg­um tungu­mál­um kom­ast ekki alltaf fyr­ir á papp­ír. Þetta er ekki svo praktískt. 


„Þar fyr­ir utan erum við líka að fá kvart­an­ir frá fólki sem hrein­lega get­ur ekki lesið á prentaða fylgiseðla því letrið er svo smátt. Þá er fylgiseðill­inn ekki einu sinni að gegna því hlut­verki sem hann á að gegna,“ seg­ir Sig­ur­björg. 


„Svo að þetta er ekki ein­ung­is spurn­ing um að auka fram­boð á lyfj­um og stækka markaðssvæðið og gera Ísland að áhuga­verðum stað fyr­ir lyfja­fyr­ir­tæki, held­ur líka bara að auka ör­yggi sjúk­linga.“

Sig­ur­björg seg­ir marg­ar leiðir koma til greina hvað varðar út­færslu ra­f­ræna lyf­seðla. 


„Það yrði til dæm­is ekk­ert vanda­mál að nota strika­merki sem hægt er að skanna í sím­an­um og fá upp­lýs­ing­ar. Tækn­in er til staðar, þetta er bara spurn­ing um hvernig við ætl­um að nota hana.“


Aðrar þjóðir rólegri

Þá seg­ir Sig­ur­björg að ra­f­ræn­ir fylgiseðlar séu mun meira hags­muna­mál fyr­ir Íslend­inga en hinar Norður­landaþjóðirn­ar. 


„Ísland eig­in­lega hang­ir á bláþræði. Það er svo mik­ill lyfja­skort­ur hérna þannig að yf­ir­völd vilja finna leiðir til að breyta þessu sem allra fyrst. Önnur lönd eru frek­ar að glíma við önn­ur vanda­mál, eins og þegar fólk af er­lendu bergi brotið kaup­ir lyf og lyf­seðill­inn er kannski bara á sænsku. En af því að Ísland er komið í krí­tíska stöðu útaf lyfja­skorti er miklu meiri hvati hjá Íslandi til að breyta þessu. Á meðan eru aðrar þjóðir ró­legri.“


Sig­ur­björg seg­ist vera bjart­sýn á að ra­f­ræn­ir fylgiseðlar verði að veru­leika áður en langt um líður. Kost­irn­ir séu mun fleiri en gall­arn­ir. 


„Vand­kvæðin eru helst að sum­ir eru enn svo­lítið hrædd­ir við tækn­ina og síðan hvernig ná­kvæm­lega þetta yrði út­fært. Ann­ars er kost­irn­ir miklu fleiri en gall­arn­ir. Það er mjög raun­hæft að vinna úr þeim vand­kvæðum sem eru til staðar, þetta eru ekki nein­ar hindr­an­ir.“


Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu. 

Comments


181009+PharmaSýn+merki+CMYK-prent+(2)-0
Skráðu þig á póstlistann okkar

Takk fyrir að skrá þig!

© 2020 PharmaSýn

bottom of page